Forsíða

Orða leikur forseta og framíkalla

Orða er nýtt alíslenskt spil fyrir alla fjölskylduna, orðaleikur sem gengur út á að lýsa, útskýra og tengja við algeng orð. Í spilinu eru notuð fjölmörg orð sem hafa fleiri en eina merkingu sem gerir möguleika leikmanna fjölbreytta. Orða inniheldur 400 spjöld og kassinn inniheldur allar leiðbeiningar.  

Orðan leyfir leikmönnum að nota íslensk orð á ýmsa vegu, vitna í atburði, fólk og fyndni. Í spilinu skiptast leikmenn  á að vera í hlutverki forseta sem hefur eina mínútu til að lýsa lykilorði spjaldsins. Lykilorðin eru algeng og fjölbreytt íslensk orð, mörg með fleiri en eina merkingu. Fimm bannorð eru á hverju spjaldi sem forsetinn má ekki nota til að lýsa lykilorðinu. Aðrir leikmenn keppast við að giska á lykilorð forsetans. Hér eru framíköll æskileg og leyfileg!

Orða er þróuð, hönnuð og framleidd á Íslandi.
Leturgerð spilsins er sérhönnuð fyrir lesblinda.

Meira um samfélagslega ábyrga Orðu

Forsíða
Forsíða

Umsagnir

„Ekkert eðlilega skemmtilegt.“ Herra Hnetusmjör.

„Skemmtilegasta spil norðan Alpafjalla. Orða er algjör snilld og hentar fyrir allan aldur, fjölskyldur, vinahópa eða hvað sem er! Það fer lítið fyrir pakkanum svo það er auðvelt að grípa það með á milli staða…..mæli 100% með í möndlugjöf, jólagjöf….já eða bara til að spila.“   Berglind Hreiðarsdóttir.

„Frábært spil sem fær mann til að hugsa út fyrir kassann, eykur ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn. Mjög góð skemmtun fyrir ungt fólk á öllum aldri.“ Guðbjög Glóð Logadóttir.

„Sjúklega skemmtilegt“ Harpa Hauksdóttir.

Sölustaðir: Sjoppan vöruhúsSpilavinir, Heimkaup. Hagkaup (Skeifunni, Smáralind, Kringlunni, Akureyri, Garðabæ)

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search