Leturgerðin á spilaspjöldunum heitir OpenDyslexic og er er sérstaklega hönnuð fyrir lesblinda og er óhefðbundin með tilliti til stafagerðar. Hægt er að nálgast letrið hér ( https://opendyslexic.org/ )
Í þessu letri er hver stafur sverari að neðan en ofan. Það hjálpar þeim sem eru með lesörðugleika að rugla síður saman stöfum eða víxla þeim við lestur.
Með því að hafa þetta letur á spilinu viljum við kynna tilveru þess í von um að það nýtist öllum sem það gagnast. Við viljum líka auðvelda lesblindum að njóta þess að spila frekar en að hafa áhyggjur af því lesa orðin. Við vitum að það er auðvelt að rugla saman stöfum og lesa öfugt.
Viltu hjálpa okkur að þróa spilið?
Hér getur þú sent inn hugmyndir að orðum fyrir næsta spil.