Að spila Orðu

Spilið inniheldur 400 spjöld sem kallast Orður.  Á hverju orðuspjaldi eru 6 orð, eitt lykilorð og fimm bannorð.  Lykilorð er efsta orð spjaldsins.  Forsetinn á að reyna að fá aðra leikmenn til að giska á lykilorðið eins hratt og hann getur.  Bannorð eru þau orð sem eru fyrir neðan lykilorðið.  Forsetinn má ekki nota bannorðin með neinum hætti, en þau geta gefið góðar vísbendingar um ólíkar merkingar orðsins eða tengingar.

Í upphafi Orðu

 • Veljið einn leikmann sem er tímavörður (notkun snjallsíma er tilvalin).
 • Hver forseti hefur alltaf eina mínútu til umráða, tímataka er aldrei stöðvuð.
 • Tímataka hefst um leið og forseti hefur náð í sitt fyrsta Orðuspjald.
 • Er gott að ákveða hvað eigi að spila margar umferðir.
  • Hver umferð tekur að jafnaði tvær mínútur margfaldað með fjölda leikmanna. Þannig að ein umferð með fimm leikmönnum að jafnaði um 10 mínútur.

Það er góð upphitun að allir leikmenn prófi eitt spjald sem forseti eða fara eina upphitunarumferð áður en leikurinn hefst.

 

Forseti

 • Elsti leikmaðurinn byrjar í hlutverki forseta.
 • Forsetinn fær eina mínútu til umráða. Hann tekur eitt Orðuspjald fremst úr kassanum og byrjar að lýsa því eða tengja við merkingu þess svo að aðrir leikmenn geti giskað á lykilorðið.

Forsetinn má

 • Nota sérnöfn, samheiti og andheiti, málshætti, söngtexta og frægar setningar til að tengja aðra leikmenn við lykilorðið.
 • Nota orðflokka og allt annað sem honum dettur í hug og ekki er bannað til að lýsa lykilorðinu.
 • Sleppa einu spjaldi í hverri umferð.
 • Sleppa fleiri en einu spjaldi í hverri umferð, en þá þarf hann borga fyrir það með einni orðu sem hann á fyrir. Ef hann á ekki Orðu getur hann ekki sleppt spjaldinu.
 • Sinn ákveða hvort hann sleppir Orðu, aðrir leikmenn geta ekki sagt pass.

Einungis fá eina mínútu fyrir mál sitt. Tímataka er ekki stöðvuð á meðan hver forseti á leik.

Forsetinn má ekki

 • Segja lykilorðið, hluta þess eða nota það í annarri orðmynd.
 • Segja bannorðin fimm sem eru á hverju spjaldi (eða orðmyndir þess).
 • Stafa lykilorðið eða nota skammstöfun fyrir það.
 • Nota látbragð eða hljóð til að leika lykilorðið .
 • Nota erlend orð.

Ef forsetinn gerir það sem ekki má tekur hann nýtt spjald og heldur áfram. Tímataka er ekki stöðvuð á meðan forseti á leik.

Ef forsetinn er ungur má leyfa honum að nota bannorð, eitt eða fleiri til að styðjast við til að lýsa lykilorðinu.

 

Um leið og forsetinn byrjar að lýsa lykilorðinu mega allir leikmenn byrja að giska á lykilorði. Forsetinn lætur vita um leið og leikmaður hefur giskað á rétt orð.

 • Ef ein mínúta er ekki liðin byrjar forsetinn strax á næsta spjaldi í bunkanum og heldur áfram þar til tími hans rennur út.
 • Það er forsetanum í hag að komast yfir eins mörg spjöld og hann getur því fyrir hvert lykilorð sem aðrir leikmenn giska á fær hann sjálfur Orðu fyrir.

Þegar tími forsetans er liðinn

 • Útdeilir forsetinn Orðuspjöldum til þeirra sem giskuðu á orðin fyrst. Hann fær sjálfur jafn margar orður og hann útdeilir. Orður til forseta eru teknar aftast úr kassanum.
 • Færist hutverk forseta réttsælis til næsta leikmanns.
 • Þegar allir leikmenn hafa verið í hlutverki forsetans einu sinni er þeirri umferð lokið.
 • Sigurvegarinn er sá sem á flestar Orður þegar leik lýkur.

 

Lykilorð

Rétt lykilorð er þegar lykilorð er sagt í réttri orðmynd og tölu.  Dæmi: Lykilorð er „Köttur“ rétt svar getur verið „kattar“ en ekki „kettir“ eða „kisur“.

 

Góða skemmtun!

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search