Orða verður til

Íslensk orð geta verið skemmtilega margræð því sama orðið getur haft margar merkingar allt eftir því samhengi sem orðið er sett í.

Fyrr á þessu ári fékk ég þá hugmynd að gera spil sem fengi fólk til leika sér með orð og ólíka merkingu þeirra.  Það lá nokkuð vel við því eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að spila í góðum félagsskap.

Hvenær vakna hugmyndir og hvernig er erfitt að segja. En í þessu tilfelli eru það ýmis hughrif sem koma saman í lokaútgáfu Orðu. Í fyrsta lagi eru það íslensk orð sem geta oft haft ólíka merkingu allt eftir samhengi þeirra og það getur oft verið mjög fyndið. Sérstaklega þegar orðmyndir eru útfærðar, til dæmis gröf, kanna, hlaup, lega, galli og hol, svo að ég taki nokkur dæmi. Útfærslur á orðaleikjum eru margar svo skemmtilegar og mér hefur fundist gaman að spila borðspil eins og Alias, Taboo og Scrabble auk annarskonar spila eins og Codenames. En hugmyndin með Orðu er að leika sér með ólíka merkingu orðanna og útfærslu leiksins er ekki að finna í neinum af þessum spilum. Aðdáendahópur Orðu verður þó eflaust sá sami og ofangreindra spila og tilbreytingin í Orðu er að ekkert leikjaborð þarf til og hægt er að byrja að spila um leið og lokinu er lyft af.  Það er með þessa hugmynd en eins og fleiri að hún þurfti að þroskast og virtist líka sem ógerleg á köflum. Það er í mörg horn að líta við þróun, hönnun og framleiðslu á spili.

Nú þegar Orða er að að koma út og fólk þarf að vera örlítið lengur heima vona ég innilega að hún eigi eftir að færa gleði og bros inn á sem flest heimili og verði dregin sem oftast fram þegar fólk kemur saman.

Það er ómetanlegt að vinna með góðu fólki í svona ferli. Arnfinnur Rúnar Sigmundsson teiknaði og vann hönnun og útfærslu í góðri samvinnu með höfundi, Takk Addi!

Spilið hefur verið prófað í ýmsum útgáfum ásamt fjölmörgum orðum. Spilið hefur verið notað í ýmsum hópum og við fjölbreytt tilefni, allt frá matarboðum til starfsdaga fyrirtækja.  Það hefur verið skemmtileg og gefandi leið til að sjá hvernig leikurinn gengur og hvað má bæta. Það hefur líka verið hvetjandi því iðulega hefur verið mikið fjör og skemmtileg stemning. Þakkir til allra sem tóku þátt í þessu ferli.

Með Orðu og ánægju,

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, höfundur og hugmyndasmiður

Útgáfa

Lóðs

Lóðs ehf. er útgefandi Orðu. Lóðs var upphaflega stofnað í kringum fyrirtækjaráðgjöf og leiðtogaþjálfun. Í dag er Lóðs einnig  þróunar- og framleiðslufélag sem vinnur að ýmiskonar hugmyndum og hleypir skemmtilegum verkefnum í framkvæmd.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Lóðs:

„Það er mín einlæga trú að með því að hlusta á okkar innri rödd fáum við aðgang að innsæi og magnaðri uppsprettu sköpunar. Að skapa sér næði til að hlusta eftir eigin hugmyndum  og annarra er eitt það mikilvægasta sem við gerum. Þannig byrja ótal sprotar að spretta og dafna. En hugmyndir koma oft óvænt,  þegar við erum í afslöppun eða í góðra vina hópi.  Það er eins og hugmyndir spretti fram þegar orkuskipti verða og við hættum að reyna að stjórna og förum að slaka á.  Þetta spil varð til svolítið óvænt, hugmyndin kom og lét hún  mig ekki í friði, hún aftur og aftur í afslöppun og pásum  þannig að hún varð að fá næði til að verða til.

Að vinna að þróun í ólíku umhverfi og samhengi er mitt eftirlæti. Enda veit ég fátt skemmtilegra en skapa með fólki úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt að hafa hugrekki til að hlusta eftir eigin innsæi og hefur þar með hugrekki til að feta nýjar slóðir. Þá er líklegt að eitthvað óvænt komi upp og það verður örugglega gaman.

Lóðs er drifið áfram með blandaðri orku af ýmsum sviðum og með einlægum  áhuga á möguleikum.“

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search